Afladagbók

Afladagbókin er einföld og ódýr lausn fyrir skil á rafrænni afladagbók hugsuð fyrir smærri útgerðir.

Það er ætlun okkar að gera viðskiptavinum okkar einfalt fyrir að skila inn afladagbókum rafrænt og tengja þær við sölu sína á fiskmörkupum. Afladagbókin er hugsuð fyrir útgerðir sem vilja einfalda og persónulega lausn.

Algengar spurningar

Hvað gerir afladagbókin?

Afladagbókin er hugbúnaður, partur af rsf.is, til þess að skila inn afladagbókum til Fiskistofu með einföldum hætti.

Hvernig nota ég Afladagbókina?

Hafðu samband við okkur í gegnum rsf@rsf.is eða í síma 420-2000 og við komum þér af stað!

Hvað kostar Afladagbókin?

Við erum enn að ákveða verð og áætla rekstrar- og þróunarkostnað á þennan hugbúnað. Ef þú hefur skoðun á málinu, endilega láttu okkur vita í gegnum rsf@rsf.is.

Fyrir hvern er Afladagbókin?

Afladagbókin er fyrst og fremst hugsuð fyrir minni útgerðir og aðila sem selja á fiskmarkaði. Aðila sem vilja geta skilað afladagbók og tengt þau við sína sölu.